Kosning um logo

Fjölbrautaskóli Suðurnesja mun taka þátt í samstarfsverkefninu Cultural heritage in a European Context (Menningararfur í Evrópu) með skólum frá Spáni, Finnlandi og Ungverjalandi. Verkefnið fer af stað næsta vetur en undirbúningur er hafinn og nú er verið að velja logo verkefnisins.

Fyrr í vetur var efnt til samkeppni meðal nemenda skólans að teikna og hanna lógó. Framlag FS til logo-samkeppninnar er glæsilegt og má sjá hér fyrir neðan. Höfundur þess er Benedikt Möller.

Nú er komið að því að velja það logo sem verður notað. Þjóðirnar velja hver fyrir sig eitt af þeim sem hinar þjóðirnar sendu inn.

Smelltu á linkinn og veldu það logo sem þér þykir best af þessum þremur: https://forms.gle/6ctfTYzatrmJFo7M8

Framlag okkar er ekki á listanum sem við getum valið úr þar sem hvert land má ekki kjósa sitt eigið logo. Við vonum auðvitað að hinir skólarnir velji framlag FS.

Nánari upplýsingar um verkefnið er hægt að finna á https://culturalheritageinaeuropeancontext.blogspot.com/