Samkeppni - Lumar þú á lógói?

Hefurðu áhuga á erlendu samstarfi?

Fjölbrautaskóli Suðurnesja mun taka þátt í samstarfsverkefninu Cultural heritage in a European Context (Menningararfur í Evrópu) með skólum fjögurra landa; Spáni, Finnlandi og Ungverjalandi.

Efnt er til samkeppni meðal nemenda skólanna að teikna og hanna lógó sem notað verður í verkefninu. Útlit lógósins er alveg í þínum höndum en gott er að tengja það við þema verkefnisins: samvinnu, samskipti og menningararfinn í Evrópu. Framlag þitt gefur þér meiri möguleika á að vera þátttakandi í skemmtilegu verkefni þar sem löndin og skólarnir verða heimsóttir.

Hugmyndina má vinna í tölvu eða skila handteiknuðu á blaði. Tillaga sendist til Hörpu Kristínar hke@fss.is fyrir 8. janúar 2021.

Nánari upplýsingar er hægt að finna á https://culturalheritageinaeuropeancontext.blogspot.com/