Heimsókn ráðherra

Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra heimsótti skólann fimmtudaginn 9. október ásamt fríðu föruneyti ráðuneytisfólks. Ráðherra er þessa dagana að heimsækja alla framhaldsskóla landsins til að kynna fyrirhugaðar breytingar á skipulagi framhaldsskólanna. Gestirnir byrjuðu á því að skoða skólann í fylgd skólastjórnenda en héldu síðan fund með starfsfólki. Þar voru hugmyndirnar um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla kynntar og gafst starfsfólki einnig tækifæri til að spyrja út í þær.
 
Við þökkum ráðherra og hans fólki kærlega fyrir komuna.