Bleiki dagurinn í FS

Bleiki dagurinn var miðvikudaginn 22. október en í ár var áhersla á að það er list að lifa með krabbameini. Nemendafélagið og starfsmannafélagið tóku sig saman um að halda upp á þennan mikilvæga dag. Nemendur seldu heimabakaðar vöfflur með bleikum rjóma og kremi og ágóðinn rann að sjálfsögðu til Krabbameinsfélagsins. Á kennarastofunni var boðið upp á glæsilegt bleikt bakkelsi sem Guðbjörg matreiðslukennari hristi fram úr erminni eins og henni er einni lagið. Fólk var svo hvatt til að mæta í bleiku og tóku fjölmargir þeirri áskorun.

Við hvetjum svo alla til að taka þátt í Bleika deginum þann 20. október. Hér er vefur Bleika dagsins og svo er hægt að fylgjast með á Facebook.