Gleði í Jólaviku

Síðustu viku nóvember stóð nemendafélagið NFS fyrir jólaviku. Þar voru viðburðir alla vikuna sem náði hápunkti með veglegu jólabingói á miðvikudagskvöldinu. Þau Bruno, Monika, Ketty og Kamila í mötuneytinu létu sitt ekki eftir liggja og buðu upp á glæsilegan jólamat á hádeginu á miðvikudag. Þar var á ferðinni hamborgarhryggur með brúnuðum kartöflum og öðru meðlæti og svo var meira að segja eftirréttur.

Á fimmtudeginum stóð nemendafélagið fyrir piparkökuhúsaskreytingakeppni á sal. Þar kepptu þrjú lið og fengu þau 20 mínútur til að skreyta húsið. Það voru þær Ólöf Rún, Þórdís Kara, Anna María og Elenóra Líf sem fóru með sigur af hólmi í keppninni.

Vikunni lauka svo með jólapeysu- og húfudegi. Þar var það starfsfólk sem mætti í vinnuna í fjölbreyttum og skrautlegum jólafatnaði til að gleðja viðstadda.

Í myndasafninu eru nokkrar vel valdar myndir frá Jólavikunni.