Dagur umburðarlyndis og baráttu gegn einelti

Fimmtudaginn 13. nóvember var haldið upp á Dag gegn einelti og Dag umburðarlyndis í skólanum. Þessir dagar eru reyndar 8. og 16. nóvember og féllu því báðir á helgi að þessu sinni. Því var ákveðið að sameina þessa daga þennan ágæta fimmtudag.

Í kennslustund rétt fyrir hádegi ræddu kennarar og nemendur um jákvæð samskipti og umburðarlyndi. Nemendur skrifuðu svo alls konar jákvæð skilaboð á límmiða sem voru hengdir á kærleikstré sem búið var að gróðursetja á sal.

Í hádeginu var svo stutt dagskrá á sal þar sem nokkrir nemendur fluttu hugleiðingar um vináttu og umburðarlyndi. Síðan sungu allir saman lagið Það þarf fólk eins og þig eftir Rúnar Júlíusson og dagskránni lauk svo með því að nemendafélagið bauð upp á skúffuköku sem nemendur í matreiðslu höfðu bakað.

Þar með lauk þessum degi en kærleikstréð lifir áfram á sal og þar getur fólk fengið jákvætt veganesti í verkefni dagsins.