Með FS út í heim!

Umsókn um þátttöku í Erasmusverkefni.


Kæri nemandi.

Við auglýsum eftir þremur áhugasömum nemendum til þess að fara í ferð til Króatíu um miðjan febrúar. Ferðin er hluti af Erasmus+ verkefninu „Media and Information Literacy: Learing to Think Critically“. Ferðin stendur yfir í fimm virka daga auk ferðadaga og verður ríkulegum tíma einnig varið í að kynnast menningu landanna með skoðunarferðum.

Dagana 1.-7. október koma 24 nemendur og 13 kennarar frá samstarfslöndum okkar í verkefninu í heimsókn. Nemendurnir sem hingað koma gista á heimilum þátttakenda úr FS.

Þar sem við erum í vandræðum með að útvega pláss í gistingu er það skilyrði að geta útvegað 2 nemendum gistingu 1.-7. október. 

Verkefnið snýr að því að efla fjölmiðla- og upplýsingalæsi nemenda og þjálfa þá í gagnrýnni hugsun. Í heimsóknunum vinna nemendur verkefni um fjölbreytt mál sem tengjast viðfangsefninu, sjá fréttir á heimasíðu FS til upplýsinga:

https://www.fss.is/is/skolinn-starfid/annad/frettir/nyju-erasmus-samstarfsverkefni-hleypt-af-stokkunum

https://www.fss.is/is/skolinn-starfid/annad/frettir/vel-heppnud-erasmus-namsferd-til-sikileyjar

Þátttaka í verkefninu er metið til einnar einingar. Þátttaka er nemendum að kostnaðarlausu. Nemendur sjá sjálfir um vasapening og kostnað við fæði á ferðalaginu til og frá áfangastað.

Við óskum eftir umsóknum um þátttöku. Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt sendur okkur umsóknarbréf þar sem þú segir okkur lítillega frá þér og hver vegna þú vilt taka þátt. Bréfið sendir þú síðan á harpa.einarsdottir@fss.is.

Öllum umsóknum verður svarað. Skilafrestur er til og með 20. september 2023