Forvarnavika gegn einelti

Vikuna 24.-28. janúar stendur yfir forvarnavika í skólanum þar sem vakin er athygli á einelti og afleiðingum þess. Á þriðjudag fengu nemendur fræðslu og fyrirlestur frá Vöndu Sigurgeirsdóttur í kennslustund í gegnum Zoom. Vanda ræddi um einelti, afleiðingar þess og hvernig er hægt að vera vakandi og stöðva það einelti sem er í gangi. Einelti og afleiðingar þess er svo tekið fyrir í kennslustundum alla vikuna. Við vekjum einnig athygli á áætlun skólans gegn einelti.

#ekkistingahöfðinuísandinn / @vandasig