Fjarkennsla og staðkennsla næstu tvær vikurnar

Næstu tvær vikur verðum við með breytt skólahald en við tökum þó stöðuna vikulega. Stór hluti bóklegs náms verður í fjarkennslu og munu kennarar í hverju áfanga fyrir sig senda nemendum sínum póst með upplýsingum um skipulag. Fjarkennslan verður samkvæmt stundaskrá.

Aðrir hópa sem eru að mestu leiti kenndir sem bekkir verða í staðkennslu. Þetta eru nemendur í verknámi, starfsnámi, listnámi og á starfsbraut. Einhverjir hópar verða í staðnámi tvo daga í viku en kennarar þeirra munu senda upplýsingar í tölvupósti.

Mötuneyti skólans er opið en þar má fá heitan mat í hádeginu auk brauðmetis, drykkja o.fl.

Skólinn er ekki lokaður. Nemendum stendur til boða að fá vinnuaðstöðu í skólanum í námsveri. Skráning fer fram á slóðinni: https://www.fss.is/is/moya/formbuilder/index/index/namsver

Hægt er að panta símaviðtal við bæði námsráðgjafa og sálfræðing skólans en upplýsingar má sjá á heimasíðu skólans www.fss.is

Grímuskylda er í skólanum og við leggjum áherslu á persónubundnar sóttvarnir.

Munum að við erum öll almannavarnir.