Mat á skólastarfi

Samkvæmt gildandi lögum um framhaldsskóla ber öllum framhaldsskólum á landinu að meta skólastarfið reglulega, þar á meðal kennslu- og stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans. Á fimm ára fresti er síðan gerð úttekt á sjálfsmatsaðferðum skólanna.

Árið 1998 var stofnuð formleg matsnefnd í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og sjálfsmatskerfi skólans var þróað af henni. Í núverandi nefnd sitja Garðar Þór Garðarsson, Guðmundur Grétar Karlsson, Haukur Viðar Ægisson og Guðlaug M. Pálsdóttir. Í skólanámskrá hafa verið sett fram markmið og er reglulega kannað hvort þau hafi náðst.

Á hverri önn eru ólíkir þættir skólastarfsins metnir en kennslumat fer þó alltaf fram þar sem kennsla um fjórðungs kennara er metin í hvert skipti. Starfsmannaviðtöl viðkomandi kennara og skólastjórnenda fara fram í kjölfar kennslumatsins.

Haustið 2016 gerði menntamálaráðuneytið síðast úttekt á sjálfsmatsaðferðum FS og uppfyllir skólinn bæði viðmið ráðuneytisins um sjálfsmatsaðferðir og um framkvæmd sjálfsmats.

Hér fyrir neðan má sjá þá þætti skólastarfsins sem metnir eru reglulega.

  Haust 2017 Vor 2018 Haust 2018 Vor 2019 Haust 2019 Vor 2020
Kennslumat X X X X X X
Líðan starfsmanna     X   X  
Könnun á viðhorfi nemenda til mötuneytis   X     X  
Könnun á viðhorfi starfsmanna til mötuneytis   X     X  
Samskipti nemenda við starfsmenn aðra en kennara X         X
Líðan nemenda   X   X   X
Könnun á fjölbreyttu námsmati       X    
Móttaka nýrra starfsmanna     X   X  
Mat á störfum stjórnenda     X      
Notkun á snjalltækjum í kennslu   X        
Mat á starfi starfsbrautar?            
Kennslukönnun fyrir grunnskólanemendur   X        
Notkun á kennsluumhverfi Innu     X      
Mat á einkunnadreifingu og brotthvarfi í áföngum X X X X X X
Könnun á notkun heimasíðu X X X X X X
Úttekt á stöðu eigna (búnað, viðhald, tæki o.fl.) X X X X X X

Síðast breytt: 31. ágúst  2022