- Skólinn
- Námið
- Önnin
- Þjónusta
- Hafa samband
- Íslenska
- English
- Polski
- Tilkynna einelti/ofbeldi
Samkvæmt gildandi lögum um framhaldsskóla ber öllum framhaldsskólum á landinu að meta skólastarfið reglulega, þar á meðal kennslu- og stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans. Á fimm ára fresti er síðan gerð úttekt á sjálfsmatsaðferðum skólanna.
Árið 1998 var stofnuð formleg matsnefnd í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og sjálfsmatskerfi skólans var þróað af henni. Í núverandi nefnd sitja Garðar Þór Garðarsson, Guðmundur Grétar Karlsson, Haukur Viðar Ægisson og Guðlaug M. Pálsdóttir. Í skólanámskrá hafa verið sett fram markmið og er reglulega kannað hvort þau hafi náðst.
Á hverri önn eru ólíkir þættir skólastarfsins metnir en kennslumat fer þó alltaf fram þar sem kennsla um fjórðungs kennara er metin í hvert skipti. Starfsmannaviðtöl viðkomandi kennara og skólastjórnenda fara fram í kjölfar kennslumatsins.
Haustið 2016 gerði menntamálaráðuneytið síðast úttekt á sjálfsmatsaðferðum FS og uppfyllir skólinn bæði viðmið ráðuneytisins um sjálfsmatsaðferðir og um framkvæmd sjálfsmats.
Hér fyrir neðan má sjá þá þætti skólastarfsins sem metnir eru reglulega.
Haust 2017 | Vor 2018 | Haust 2018 | Vor 2019 | Haust 2019 | Vor 2020 | |
Kennslumat | X | X | X | X | X | X |
Líðan starfsmanna | X | X | ||||
Könnun á viðhorfi nemenda til mötuneytis | X | X | ||||
Könnun á viðhorfi starfsmanna til mötuneytis | X | X | ||||
Samskipti nemenda við starfsmenn aðra en kennara | X | X | ||||
Líðan nemenda | X | X | X | |||
Könnun á fjölbreyttu námsmati | X | |||||
Móttaka nýrra starfsmanna | X | X | ||||
Mat á störfum stjórnenda | X | |||||
Notkun á snjalltækjum í kennslu | X | |||||
Mat á starfi starfsbrautar? | ||||||
Kennslukönnun fyrir grunnskólanemendur | X | |||||
Notkun á kennsluumhverfi Innu | X | |||||
Mat á einkunnadreifingu og brotthvarfi í áföngum | X | X | X | X | X | X |
Könnun á notkun heimasíðu | X | X | X | X | X | X |
Úttekt á stöðu eigna (búnað, viðhald, tæki o.fl.) | X | X | X | X | X | X |
Síðast breytt: 31. ágúst 2022