Viðurkenningar á útskrift

Á útskrift vorannar voru að venju veittar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í námi og þátttöku í félagslífi. Að þessu sinni var Alexander Logi Chernyshov Jónsson með hæstu einkunn við útskrift en hann var með hvorki meira né minna en 9,97 í meðaleinkunn. Á myndinni með fréttinni er Alexander ásamt fjölskyldu.

 • Alexander Logi Chernyshov Jónsson fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í eðlisfræði og spænsku. Hann fékk einnig gjafir frá Landsbankanum fyrir árangur sinn í stærðfræði og raungreinum og erlendum tungumálum og verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Alexander fékk Raungreinaverðlaun HR sem veitt eru fyrir góðan árangur í raungreinum á stúdentsprófi. Alexander fékk námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Alexander 100.000 kr. styrk en hann var með 9,97 í meðaleinkunn. Hann fékk einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.
 • Eva Margrét Falsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í líffræði. Hún fékk gjöf frá Landsbankanum fyrir árangur sinn í íslensku, viðurkenningar frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Stærðfræðifélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði og viðurkenningu frá Þekkingarsetri Suðurnesja fyrir góðan árangur í náttúrufræðigreinum. Þá fékk Eva Menntaverðlaun HÍ en þau eru veitt útskriftarnemenda sem hefur sýnt framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs auk þess að hafa sýnt eftirtektarverða frammistöðu á sviði lista eða íþrótta, átt mikilvægt framlag til skólafélaga eða skólans eða sýnt þrautseigju við erfiðar aðstæður.
 • Ernir Erlendsson fékk verðlaun frá skólanum fyrir góðan árangur í ensku, íslensku og sálfræði. Hann fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir árangur sinn í samfélagsgreinum og viðurkenningu frá Sögufélaginu fyrir góðan árangur í sögu.
 • Emelíana Líf Ólafsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í efnafræði og spænsku. Hún fékk viðurkenningu frá Efnafræðifélaginu fyrir góðan árangur í efnafræði og verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði.
 • Linda María Ásgeirsdóttir hlaut viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í efnafræði, ensku og stærðfræði. Hún fékk einnig verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði.
 • Hlynur Snær Snorrason fékk verðlaun fyrir góðan árangur í vélstjórnargreinum og hann fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í verk- og tæknigreinum.
 • Lovísa Bylgja Sverrisdóttir fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir góðan árangur í efnafræði og verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði.
 • Arnar Smári Hannesson fékk viðurkenningu frá Isavia fyrir góðan árangur í verk- og tæknigreinum og hann fékk einnig gjafir frá Ískraft, Rönning og Reykjafelli fyrir árangur sinn í rafiðngreinum.
 • Alysa Dominique Teague fékk verðlaun fyrir árangur sinn í ensku og viðskiptafræði.
 • Ívar Snorri Jónsson hlaut viðurkenningar fyrir góðan árangur í myndlist og listasögu.
 • Steinunn Helga Pálsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í líffræði og spænsku.
 • Kara Ísabella Andradóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í sálfræði og hún fékk einnig viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda.
 • Ingvi Sigurður Ingvason og Sigurður Bjarni Gunnarsson fengu gjafir frá Ískraft, Rönning og Reykjafelli fyrir góðan árangur í rafiðngreinum.
 • Brynja Hólm Gísladóttir fékk viðurkenningu frá félagi þýskukennara fyrir árangur sinn í þýsku.
 • Elfa Karen Magnúsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góður árangur á afreksíþróttalínu.
 • Greta Stanisauskaite fékk viðurkennngu árangur sinn í myndlist.
 • Nadía Heiðrún Arthursdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í sálfræði.
 • Skafti Þór Einarsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði.
 • Betsý Ásta Stefánsdóttir, Birna Jóhannsdóttir, Helena Mjöll Vilhjálmsdóttir, Leó Máni Quyen Nguyén og Valur Axel Axelsson fengu viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda.