Viðurkenningar á útskrift

Á útskrift haustannar voru að venju veittar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í námi og þátttöku í félagslífi. Að þessu sinni var Kári Snær Halldórsson með hæstu einkunn við útskrift en hann var með 9,32 í meðaleinkunn.

  • Kári Snær Halldórsson fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í efnafræði, líffræði, sálfræði, ensku og spænsku. Hann fékk einnig gjafir frá Landsbankanum fyrir árangur sinn í íslensku og stærðfræði og raungreinum. Kári fékk einnig viðurkenningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði og frá Þekkingasetri Suðurnesja fyrir árangur sinn í náttúrufræðigreinum. Kári fékk námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Kári 100.000 kr. styrk en hann var með 9,32 í meðaleinkunn. Hann fékk einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.
  • Árný Alda Ásgeirsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í líffræði, sálfræði og spænsku. Hún fékk einnig viðurkenningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði og frá Stærðfræðifélaginu fyrir árangur í stærðfræði.
  • Ásrún Eva Guðmundsdóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í líffræði, sálfræði og spænsku. Hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum.
  • Fannar Snævar Hauksson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í viðskiptagreinum.
  • Freysteinn Finnur Freysson fékk verðlaun fyrir góðan árangur í vefforritun.
  • Julia Kolenda og Margrét Guðfinna Friðriksdóttir fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur í fata- og textílgreinum.
  • Hermann Nökkvi Gunnarsson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda.