Viðurkenningar á útskrift

Á útskrift vorannar voru veittar fjölmargar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu. Óvenjumörg verðlaun voru veitt að þessu sinni en þess má geta að fimm nemendur voru með meðaleinkunn yfir 9,6. Að þessu sinni voru tveir nemendur jafnir með hæstu einkunn við útskrift, þau Anita Ýrr Taylor og Stefán Elías Davíðsson Berman en þau voru bæði með 9,72 í meðaleinkunn.

  • Anita Ýrr Taylor fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í efnafræði, ensku, félagsfræði, forritun og líffræði. Hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í íslensku og verðlaun frá Þekkingasetri Suðurnesja fyrir árangur sinn í náttúrugreinum. Þá fékk Anita Ýrr Menntaverðlaun HÍ fyrir framúrskarandi frammistöðu á stúdentsprófi. Anita Ýrr fékk námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Anita Ýrr 100.000 kr. styrk en hún var með 9,72 í meðaleinkunn. Hún fékk einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.
  • Stefán Elías Davíðsson Berman fékk verðlaun frá skólanumu fyrir góðan árangur í ensku. Hann fékk einnig verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði, gjöf frá Stærðfræðifélaginu fyrir árangur í stærðfræði og viðurkenningu frá þýska sendiráðinu fyrir árangur sinn í þýsku. Stefán fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum. Stefán fékk námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut hann 100.000 kr. styrk en hann var með 9,72 í meðaleinkunn. Stefán fékk einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.
  • Krista Gló Magnúsdóttir hlaut viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í efnafræði, íslensku, líffræði og spænsku. Hún fékk einnig viðurkenningu frá Efnafræðifélaginu fyrir góðan árangur í efnafræði og frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Þá fékk Krista Gló Raungreinaverðlaun HR sem veitt eru fyrir góðan árangur í raungreinum á stúdentsprófi.
  • Elva Sif Guðbergsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í efnafræði, ensku, íslensku, spænsku og viðskiptagreinum. Hún fékk einnig verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði.
  • Valý Rós Hermannsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku, íslensku, spænsku og stærðfræði. Hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum.
  • Hafliði Breki Bjarnason hlaut viðurkenningar fyrir árangur sinn í ensku, sögu og sálfræði og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum.
  • Ingólfur Ísak Kristinsson fékk viðurkenningar góðan árangur í ensku og spænsku og frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði.
  • Kara Petra Aradóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í félagsfræði, sálfræði og fata- og textílgreinum.
  • Eyþór Trausti Óskarsson fékk verðlaun fyrir góðan árangur í vefforritun, 75.000 kr. námsstyrk frá DMM fyrir árangur í forritun og verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði.
  • Dagrún Ragnarsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir góðan árangur í listasögu og myndlist.
  • Georg Viðar Hannah fékk gjafir frá Rönning, Ískraft og Reykjafelli fyrir góðan árangur í rafiðngreinum og viðurkenningu frá Isavia fyrir góðan námsárangur í verk- og tæknigreinum.
  • Skafti Þór Einarsson fékk gjafir frá Rönning, Ískraft og Reykjafelli fyrir góðan árangur í rafiðngreinum og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan námsárangur í verk- og tæknigreinum.
  • Magnús Már Newman hlaut viðurkenningar fyrir góðan árangur í tónlistargreinum og störf í þágu nemenda.
  • Irma Rún Blöndal fékk viðurkenningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði.
  • Hekla Eik Nökkvadóttir hlaut viðurkenningu fyrir árangur sinn í félagsfræði.
  • Helga Guðrún Sigurðardóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í húsasmíði.
  • Kristín Lóa Siggeirsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í fata- og textílgreinum.
  • Sigurrós Birna Tafjord fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á starfsbraut.
  • Sólveig María Baldursdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í líffræði.
  • Helgi Þór Skarphéðinsson og Jón Ólafur Skarphéðinsson fengu gjafir frá Rönning, Ískraft og Reykjafelli fyrir góðan árangur í rafiðngreinum.
  • Hekla Eik Nökkvadóttir og Oddný Perla Kristjánsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir árangur sinn í félagsfræði.
  • Thelma Lind Hjaltadóttir og Tinna Hrönn Einarsdóttir fengu viðurkenningu fyrir árangur sinn í stærðfræði.
  • Logi Þór Ágústsson og Sverrir Þór Freysson fengu viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda.