Vettvangsferð á handboltaleik

Nemendur á íþróttabraut fóru á dögunum á handboltaleik í Hafnarfirði ásamt kennurum sínum. Ferðin var hluti af handboltaáfanga brautarinnar og var farið á toppleik í efstu deild karla á milli FS og Vals. Búist var við spennandi leik en heimamenn í FH reyndust sterkari og unnu öruggan sigur, 30-22. Hópurinn skemmti sér hins vegar vel og varð margs vísari. Það eru íþróttakennararnir Kristjana Hildur Gunnarsdóttir og Gunnar Magnús Jónsson sem kenna áfangann en með í för voru einnig nokkrir handboltaáhugamenn í kennarahópnum, þau Lovísa, Bogi og Magnús Einþór.