Vel mætt á opið hús

Þriðjudaginn 25. apríl var opið hús á sal fyrir nýja nemendur og foreldra þeirra. Nemendur 10. bekkjar voru sérstaklega boðnir velkomnir. Fagstjórar og einstaka kennarar voru á staðnum ásamt stjórnendum og námsráðgjöfum og kynntu skólann og námsframboð. Stjórn nemendafélagsins kynnti starfsemi félagsins og félagslífið í skólanum. Einnig var boðið upp á gönguferðir um skólann þar sem gestir gátu skoðað aðstöðuna, m.a. í verk- og starfsnámsstofum. Vel var mætt á opna húsið og gestirnir voru duglegir að spyrja og afla sér upplýsinga um það sem vakti áhuga þeirra.

Í myndasafninu eru fleiri myndir frá opna húsinu.