Vel heppnað skemmtikvöld NFS

Nú þegar skólalífið færist smátt og smátt aftur í eðlilegt horf eru næstu skref að félagslíf nemenda geri það einnig. Í gærkvöldi stóð NFS fyrir vel heppnuðu skemmtikvöldi fyrir nemendur og má með sanni segja að félagslífsþyrstir nemendur hafi streymt að því færri komust að en vildu og þurftu því miður nokkur fjöldi frá að hverfa, þó að samkomutakmarkanir hafi aðeins verið rýmkaðar dugði það ekki til að þessu sinni. Á dagskrá var meðal annars pubquiz, djúpa laugin, nýjasti þáttur Hnísunnar var frumfluttur og var nemendum boðið upp á pizzur og krap. Vonandi verður ekki of langt þangað til að félagslífið verði komið í eðlilegt horf.