Vegleg gjöf til rafiðnadeildar

Þriðjudaginn 15. nóvember mættu fulltrúar frá Rafmennt, fræðslusetri rafiðnaðarins, og afhentu veglega gjöf. Nemendur á 1. ári í rafiðnum og kennarar í deildinni fengu þar vandaðar vinnubuxur að gjöf sem eiga örugglega eftir að nýtast vel í námi og starfi. Það voru Þór Pálsson framkvæmdastjóri og Hafdís Reinaldsdóttir skrifstofustjóri Rafmenntar sem afhentu gjöfina. Við þökkum kærlega fyrir og nú er ekki annað gera en að gyrða sig í brók og láta hendur standa fram úr ermum.