Valtímabilið er 4.-19. mars

Valtímabilið er hafið og stendur frá 4. - 19. mars. Nemendur sem geta valið sjálfir í INNU eru hvattir til að gera það. Allar upplýsingar um valið má finna á heimasíðunni undir Önnin. Ykkur er einnig velkomið að hafa samband við skólann ef eitthvað er óljóst.

Nýnemar velja hjá umsjónarkennurum sínum eða í NEMO. Nemendur í verknámi velja hjá Ægi Karli sem mun hafa samband við nemendur. Námsráðgjafar og áfangastjóri aðstoða við val á tölvubrautum og listnámi. Eldri nemendur á stúdentsbrautum velja sjálfir en allar upplýsingar um áfanga í boði fyrir haustönnina og leiðbeiningar um val í INNU má finna á heimasíðunni undir ÖNNIN – Val – Val í Innu.

Allir nemendur sem stefna á að útskrifast á næstu önn, í desember, panta tíma hjá Elínu áfangastjóra. Tímapantanir eru á skrifstofunni hjá Hebu.

Vakin er athygli á því að val í Innu er umsókn um skólavist í FS á haustönn 2021. Þeir nemendur sem ekki velja verða gerðir óvirkir í skólakerfinu INNU við lok þessa skólaárs í maí.

Ef þið lendið í vandræðum eða þurfið upplýsingar þá endilega leitið til námsráðgjafa skólans sem ávallt eru tilbúnir til aðstoðar.