Valið er hafið - upplýsingar

Ákveðið hefur verið að lengja valtímabilið en mikilvægt er að allir sem ætla að vera á vorönn nái að velja. Námsráðgjafar og áfangastjórar aðstoða nemendur við valið og verða í sambandi við nemendur. Nemendum gefst jafnframt kostur á að panta símaviðtal við námsráðgjafa eða senda tölvupóst bæði á námsráðgjafa og á áfangastjóra. Ægir Karl áfangastjóri sér um verknámið og Elín Rut áfangastjóri sér um nemendur sem stefna á útskrift úr FS næsta vor. Útskriftarefni eiga að panta tíma á skrifstofunni hjá Hebu en Elín verður svo í sambandi.

Nemendur sem geta valið sjálfir í INNU eru hvattir til að gera það. Allar upplýsingar um valið má finna á heimasíðunni undir Önnin. Ykkur er einnig velkomið að hafa samband við skólann ef eitthvað er óljóst.

Skoða má auglýsingar um fjölmarga áfanga sem nýta má ýmist sem skylduáfanga á brautum, áfanga í brautakjarna og/eða sem valáfanga. Endilega skoðið og sjáið hvað er í boði.