Væntanlegir útskriftarnemendur gróðursettu við Vatnsholt

Miðvikudaginn 14. september fór hópur væntanlegra útskriftarnemenda í hefðbundna gróðursetningu ásamt nokkrum kennurum. Að þessu sinni var farið í Vatnsholt á svæði Skógræktarfélags Suðurnesja þar sem nemendur settu niður nokkrar plöntur. Það var Kristján Bjarnason frá Reykjanesbæ sem leiðbeindi hópnum og fræddi nemendur um leið um plönturnar og svæðið. Verkið gekk hratt og vel enda vinna margar hendur létt verk og ekki skemmdi veðrið fyrir. Þessi hefð hefur verið við lýði í fjölda ára að útskriftarnemendur gróðursetji plöntur til minningar um veru sína í skólanum. Vonandi eiga þessar plöntur eftir að vaxa og dafna i framtíðinni.

Í myndasafninu eru komnar nokkrar myndir frá gróðursetningunni.