Útskrift vorannar

Skólaslit vorannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram föstudaginn 29. maí.

Að þessu sinni útskrifuðust 107 nemendur; 78 stúdentar, 11 luku verknámi, 19 útskrifuðust af starfsnámsbrautum. Þá luku átta nemendur prófi af starfsbraut og fjórir af framhaldsskólabraut. Nokkrir nemendur brautskráðust af tveimur námsbrautum. Konur voru 47 og karlar 60. Alls komu 80 úr Reykjanesbæ, 14 úr Suðurnesjabæ, 11 úr Grindavík og tveir úr Vogum.

Vegna fjöldatakmarkana gátu gestir ekki sótt útskriftina að þessu sinni og því voru aðeins útskriftarnemendur og starfsfólk skólans viðstatt. Þess í stað var athöfnin send út á vef skólans og á Facebook. Dagskráin var annars með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Júlía Mjöll Jensdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Þorsteinn Þorsteinsson kennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju var flutt tónlist við athöfnina en að þessu sinni lék Arnar Geir Halldórsson nýstúdent á selló og Alexander Fryderyk Grybos nýstúdent spilaði á píanó og söng.

Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Berglín Sólbrá Bergsdóttir fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda. Andri Þór Tryggvason, Andrea Rán Davíðsdóttir og Eðvald Heimir Jónasson fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræði og þau Alexandra Eva Sverrisdóttir, Kristín Fjóla Theódórsdóttir og Sindri Benedikt Gíslason fyrir ensku. Rut Sumarrós Eyjólfsdóttir fékk verðlaun fyrir viðskiptagreinar og Tara Lynd Pétursdóttir og Þorbjörg Birta Jónsdóttir fyrir félagsfræði. Alexandra Björk Lísudóttir fékk viðurkenningu fyrir árangur sinn í íþróttafræði, Arnar Geir Halldórsson fyrir eðlisfræði, Daníel Luna Jose fyrir tölvutækni og Karen Rúna Árnadóttir fyrir forritun. María Ragnhildur Ragnarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á starfsbraut og Sandra Rós Guðbjörnsdóttir fyrir árangur sinn í listasögu. Árni Björn Óskarsson fékk gjöf frá Ískraft og Rönning fyrir góðan árangur í rafiðngreinum og viðurkenningu frá Flugvallarþjónustu Isavia fyrir árangur sinn í rafvirkjun, Jakub Ingvar Pitak fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í forritun og hann fékk einnig viðurkenningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði og Ástvaldur Kristján Reynisson fékk viðurkenningu fyrir árangur sinn á húsasmíðabraut og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í verknámi. Anna Ingunn Svansdóttir fékk verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði og Snorri Þorsteinsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði og gjöf frá Ískraft og Rönning fyrir góðan árangur í raflagnateikningum og raflögnum. Birta Rún Benediktsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku og viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda. Ívar Örn Jónsson fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í félagsfræði og efnafræði, Magnús Guðjón Jensson fyrir stærðfræði og ensku og Pálmi Guðmundsson fyrir stærðfræði og sálfræði. Alexander Fryderyk Grybos fékk verðlaun fyrir árangur sinn í stærðfræði, ensku og eðlisfræði og Breki Már Brynjólfsson fyrir viðskiptagreinar, spænsku, ensku og stærðfræði. Júlía Mjöll Jensdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í fata- og textílgreinum, íslensku og ensku og hún fékk einnig viðurkenningu frá Landsbankanum fyrir árangur sinn í íslensku. Ólafur Þór Gunnarsson fékk verðlaun fyrir árangur í sálfræði, ensku og félagsfræði og viðurkenningu frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum. Kacper Zurowski fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í vefforritun og tölvutækni, hann fékk viðurkenningu frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði, og 75.000 kr. skólastyrk frá DMM lausnum vegna náms í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði fyrir góðan árangur í forritun. Árdís Inga Þórðardóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræði, ensku, félagsfræði, spænsku og viðskiptagreinum og hún fékk einnig viðurkenningu frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum. Salka Lind Reinhardsdóttir fékk verðlaun fyrir árangur sinn í líffræði og efnafræði og hún fékk einnig verðlaun frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í stærðfræði. Salka Lind fékk verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði og hún fékk viðurkenningu frá Þekkingarsetri Suðurnesja fyrir árangur sinn í náttúrufræðigreinum. Þá fékk Salka Lind raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík en hún fær nýnemastyrk og niðurfelld skólagjöld hefji hún nám við HR.

Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Salka Lind Reinhardsdóttir 100.000 kr. styrk en hún var með 9,43 í meðaleinkunn. Salka Lind fékk einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.

Jónas Eydal Ármannsson málmiðnakennari og íslenskukennararnir Kristrún Guðmundsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson voru kvödd á útskriftinni en þau voru að hætta störfum eftir að hafa kennt við skólann um árabil.

Við athöfnina veitti skólameistari Katrínu Sigurðardóttur kennara gullmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hún hefur starfað við skólann í 25 ár. Það er hefð að veita starfsfólki skólans þessa viðurkenningu við þessi tímamót.

Að lokum sleit Kristján Ásmundsson skólameistari vorönn 2020.

UtskriftV2020 Frett1

UtskriftV2020 Frett2

UtskriftV2020 Frett3