Út í geim á Dimissio

Dimissio fór fram á sal föstudaginn 3. maí. Útskriftarhópur vorsins stefnir greinilega hátt og mættu á svæðið klædd vígalegum geimfarabúningum. Eftir að hafa pakkað ýmsu í plast í morgunsárið fór hópurinn í dýrindis morgunmat í mötuneytinu. Síðan var komið að dagskrá á sal þar sem byrjað var á myndbandi um lífið í skólanum og skemmtu áhorfendur sér konunglega yfir því. Myndbandið var virkilega skemmtilegt og vandað til verka. Síðan verðlaunaði hópurinn kennara og starfsfólk fyrir vel unnin störf (og reyndar margt annað) og þar fékk fólk loksins tækifæri til að bera alvöru fegurðardrottningaborða. Þar komu m.a. við sögu krúttið, TikTok drottningin, pepparinn, geitin og margir fleiri. Svo er bara að halda ótrauð áfram og klára önnina með glæsibrag en útskrift verður 24. maí.

Í myndasafninu eru nokkrar myndir frá Dimissio vorannar.