- Skólinn
- Námið
- Önnin
- Þjónusta
- Hafa samband
- Íslenska
- English
- Polski
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 6. janúar. Opnað verður fyrir stundatöflur í Innu þriðjudaginn 5. janúar og sama dag verða töflubreytingar. Athugið að einungis er hægt að óska eftir breytingum í gegnum Innu.
Dagana 6., 7. og 8. janúar verða allir áfangar kenndir í staðnámi samkvæmt stundatöflu.
Í næstu viku heldur kennsla áfram en nokkrir áfangar verða kenndir með svokölluðu blönduðu sniði (1x í viku í skólanum og 1x í viku í fjarkennslu).
Eins eru nokkrir áfangar sem verða kenndir alfarið í fjarnámi til að byrja með. Stefnt er að því að allir áfangar verði kenndir í staðnámi er líða tekur á önnina og/ef losnar um samkomutakmarkanir.