Upphaf haustannar 2020

Upphaf haustannar verður með breyttu sniði vegna Covid 19.
Ráðgert var að hefja kennslu fimmtudaginn 20. ágúst, en nú hefur verið ákveðið að færa upphaf kennslu til mánudagsins 24. ágúst. Þá hefst kennsla í skólanum samkvæmt stundatöflu, en töflurnar ættu að vera tilbúnar um miðja viku. Stundatöflubreytingar verða rafrænar í Innu (auglýst sérstaklega).

Óvíst er á þessari stundu hvernig kennslu verður háttað; staðbundin kennsla, fjarkennsla eða blanda af hvoru tveggja. Við munum upplýsa nemendur um leið og einhverjar ákvarðanir verða teknar í þeim efnum.

Skólayfirvöld taka sóttvarnareglur mjög alvarlega og treysta því að nemendur skólans geri það einnig. Allir sem telja sig hafa einkenni Covid-19 sýkingar eiga að halda sig heima og munum að við erum öll almannavarnir!