Tónleikar til styrktar Grindvíkingum

Fimmtudaginn 7. mars fóru fram sannkallaðir stórtónleikar til styrktar Grindvíkingum í Hljómahöll. Það voru nemendafélagið NFS, félagsmiðstöðin Fjörheimar og ungmennaráð Reykjanesbæjar sem stóðu fyrir tónleikunum. Kósýbandið lék frammi áður en tónleikarnir hófust og sjálfur Villi Neto var kynnir. Þéttsetið var í Bergi í Hljómahöllinni og það var sannkallað úrvalslið tónlistarfólks sem þar steig á svið. Það voru GDRN, Mugison, Valdimar, Unnsteinn Manuel, Klara Elías, Sibbi og hljómsveitirnar Demo og Nostalgía sem báðar eru úr Reykjanesbæ. Tónleikarnir voru frábærir og áhorfendur voru vel með á nótunum og tóku mikinn þátt. Það er óhætt að hrósa unga fólkinu okkar fyrir framtakið og þakka tónlistarfólkinu, fyrirtækjum sem studdu framtakið og öðrum sem lögðu hönd á plóginn fyrir þeirra framlag.

Í myndasafninu er myndapakki frá tónleikunum í Hljómahöllinni.