Tap eftir spennandi keppni í MORFÍs

Föstudaginn 1. mars keppti lið skólans í 8 liða úrslitum MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, og var andstæðingurinn lið Menntaskólans á Akureyri. Keppnin fór fram á sal og var umræðuefnið plast, þar var okkar lið á móti en gestirnir töluðu með plastinu. Keppnin var jöfn og spennandi en að lokum fór MA með sigur af hólmi. Munurinn á liðunum var um 100 stig sem þykir ekki mikið í MORFÍs. Ræðumaður kvöldsins kom einnig úr liði MA en það var Heiðrún Hafdal Björgvinsdóttir.

Okkar lið skipuðu þau Sóley Halldórsdóttir, Jökull Eyfjörð Ingvarsson, María Rán Ágústsdóttir og Kári Kjartansson liðsstjóri. Þau stóðu sig öll með prýði en þátttöku okkar í MORFÍs er nú lokið þetta árið.

Í myndasafninu eru fleiri myndir frá MORFÍs-keppninni gegn MA.