Sýning útskriftarnemenda af listnámsbraut

Nú stendur yfir barna og ungmennahátíð í Duushúsum í Reykjanesbæ. Útskriftarnemar á listnámsbraut í FS taka þátt og er sýning á verkum þeirra í Bíósalnum.

Sýningin var opnuð miðvikudaginn 30. apríl. Fjölmenni var við opnunina en Helga Þórsdóttir forstöðumaður Listasafns Reykjanesbæjar bauð gesti velkomna fyrir hönd safnsins. Sýningin verður opin í Duushúsum til 11. maí og hvetjum við alla til að skoða þessa skemmtilegu sýningu.

Sex nemendur eiga verk á sýningunni en það eru þau Agata Wanda Jedrzejczak, Deriana Fortes Gomes, Edda Guðrún Hrafnsdóttir, Emilía Marques Valsdóttir, Guðbjört Líf Karlsdóttir og Þorbjörg Elísabet Rúnarsdóttir. Á myndinni hér til hliðar má sjá útskriftarnemendurna ásamt kennara sínum, Írisi Jónsdóttur.

Í myndasafninu eru myndir frá opnun sýningarinnar í Duus-húsum en þar eru m.a. myndir af nemendum með verk sín.