Sýning útskriftarnemenda af listnámsbraut

Nú stendur yfir barna og ungmennahátíð í Duushúsum í Reykjanesbæ. Útskriftarnemar á listnámsbraut í FS taka þátt og er sýning á verkum þeirra í Bíósalnum.

Sýningin var opnuð föstudaginn 3. maí. Fjölmenni var við opnunina en Íris Jónsdóttir myndlistarkennari bauð gesti velkomna fyrir hönd hópsins. Sýningin verður opin í Duushúsum til 12. maí og hvetjum við alla til að skoða þessa skemmtilegu sýningu.

Átta nemendur eiga verk á sýningunni en það eru þau Ásdís Gunnarsdóttir, Borer Zuheirson, Greta Stanisauskaite, Ívar Snorri Jónsson, Jón Reynisson, Jóna Marín Arnardóttir, Þóra Rubio Pálsdóttir og Þórey Anna Þórðardóttir. Á myndinni hér til hliðar má sjá útskriftarnemendurna ásamt kennara sínum, Írisi Jónsdóttur.

Í myndasafninu eru myndir frá opnun sýningarinnar í Duus-húsum en þar eru m.a. myndir af nemendum með verk sín.