Suðurnesja-sprettur

Langar þig að taka þátt í spennandi verkefni?

Á haustönn 2021 og vorönn 2022 er FS að fara af stað með spennandi verkefni í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið.

  • Verkefnið heitir Suðurnesja-Sprettur og er fyrir nemendur við skólann með annað móðurmál en íslensku.
  • Verkefninu er ætlað að aðstoða erlenda nemendur með heimanám, íslensku og að taka þátt í samfélaginu á Íslandi.
  • Heimanámsaðstoð er einu sinni í mánuði og einnig gerum við eitthvað skemmtilegt saman einu sinni í mánuði.
  • Við förum á íþróttakappleiki, söfn, heimsóknir, bíó og margt annað.
  • Í verkefninu eru eldri nemendur FS sem Mentorar.
  • Mentorar taka þátt í verkefninu og fá fyrir það eina einingu hvora önn.
  • Þeir sem geta orðið Mentorar eru nemendur sem útskrifast eftir að lágmarki eitt ár og telja sig geta aðstoðað við heimanám í margvíslegum námsgreinum.
  • Ef þig langar að taka þátt í verkefninu eða fá upplýsingar þá sendu tölvupóst á netfangið thjodbjorg.gunnarsdottir@fss.is eða spurðu Böggu kennara um það.