Stórleikur ársins í körfuboltanum

Miðvikudaginn 27. september fór fram sannkallaður stórleikur í Sláturhúsinu þegar nemendur og starfsfólk FS leiddu saman hesta sína í þjóðaríþrótt Suðurnesjamanna, körfubolta. Bæði liðin voru skipuð öflugum leikmönnum og hart var tekist á. Fjöldi fylgdist með úr stúkunni og var góð stemning í húsinu. Glæsileg tilþrif sáust í leiknum, þar á meðal nokkrar troðslur. Eftir æsispennandi leik fóru nemendur loks með sigur af hólmi, reyndar með minnsta mun. Þess má geta að dómararanir komu úr röðum nemenda og voru nokkuð hlutdrægir. Nemendur náðu þannig að hefna fyrir úrslit síðasta vetrar þegar þau töpuðu fyrir starfsfólki í skotbolta. En allir skemmtu sér vel og það er strax farið að huga að næstu íþrótt til að keppa í.

Í myndasafninu eru fleiri myndir frá leiknum og stemningunni.