Miðvikudaginn 9. mars næstkomandi verður uppbrotsdagur í FS sem ber nafnið "Spilaðu með!" Þá mæta nemendur í skólann kl. 8:30 og spila til kl. 11:00. Þá hefst heljarinnar matartorg á sal skólans og verður einnig boðið upp á ýmis skemmtiatriði fyrir nemendur og starfsfólk.
- Skráning í spilastofur hefst föstudaginn 4. mars kl. 9:35 og er fyrirkomulagið þannig að fyrstur kemur fyrstur fær. Sjá nánar á skráningarsíðunni
- Sala á armböndum fyrir matartorgið hefst mánudaginn 7. mars. Verð á armböndum er 500 kr. í forsölu en þau kosta 700 kr. á deginum sjálfum.
- Spilað er frá 8:30-11:00 og þá byrjar matartorgið og skemmtiatriðin á sal skólans og stendur til kl. 13:00.
- Á matartorginu verður ýmislegt í boði eins og franskar kartöflur, gos/drykkir, kjúklingaspjót, pizza, pylsur, grillaðar samlokur, vefjur, kökur og vöfflur.
Við gerum ráð fyrir að nemendur fjölmenni á þennan skemmtilega og öðruvísi skóladag - mætingaskylda er fyrir alla nemendur skólans.