Slaufustyrkur afhentur

Nemendur í textíl nýttu eina viku í kennslustundum og saumuðu og seldu bleikar herraslaufur í tilefni af bleikum október. Ágóðinn af sölunni var 140.000 kr. og var ákveðið að styrkja Krabbameinsfélag Suðurnesja. Agnar Guðmundsson frá Krabbameinsfélaginu kom og veitti styrknum viðtöku. Agnar ræddi við nemendur um starfsemi Krabbameinsfélags Suðurnesja og hversu mikilvægt væri að fá styrki frá samfélaginu til þess að hjálpa þeim sem fá krabbamein. Þetta er sjöunda styrktarverkefnið hjá textíldeildinni en síðast var það Fjölsmiðjan sem naut góðs af.