Skósveinar á Dimissio

Dimissio fór fram á sal föstudaginn 1. desember. Útskriftarhópurinn er frekar fámennur þetta haustið og því var fámennt en góðmennt í hópi Dimittanta. Í þetta sinn var þemað Skósveinarnir alræmdu sem heita reyndar Minions á frummálinu. Hópurinn byrjaði morguninn í dýrindis morgunmat í mötuneytinu og síðan var stutt dagskrá á sal. Þar fékk starfsfólk verðlaun fyrir vel unnin störf og þar komu gullmolinn, unglingurinn, mamma skólans og fleiri við sögu. Dagskránni lauk svo með glæsibrag þegar Skósveinarnir hrekkjóttu skutu upp confetti yfir allan salinn. Það var reyndar gert með samþykki umsjónarmanns, hópurinn hafði lofað að hreinsa eftir sig og gerði það auðvitað samviskulega. Nú er ekkert eftir annað en að klára önnina með stæl og útskriftin verður svo 20. desember.

Í myndasafninu eru nokkrar myndir frá Dimissio haustannar.