Reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.

Ný reglugerð um starfssemi skóla tók gildi um síðustu mánaðarmót og gildir til 15. apríl næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá það ákvæði sem tekur til starfssemi framhaldsskóla næstu tvær vikurnar og þær takmarkanir sem eru í gildi í skólastarfinu. Einnig er hægt að ýta á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá reglugerðina í heild sinni.

6. gr.
Framhaldsskólar

Skólastarf á framhaldsskólastigi, í lýðskóla, ungmennahúsum og framhaldsfræðslu er heimilt að því tilskildu að nemendur og starfsfólk geti haft minnst 2 metra fjarlægð sín á milli og fjöldi nemenda og starfsmanna fari aldrei yfir 30 í hverju rými. Sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð skulu nemendur og starfsmenn nota andlitsgrímur. Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum sem og í mötuneytum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun að því gefnu að notuð sé andlitsgríma.

  • Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nálægðartakmörkun, svo sem í verklegri kennslu, listkennslu og kennslu nemenda á starfsbrautum, skulu nemendur og kennarar nota andlitsgrímu.

  • Blöndun nemenda milli hópa er heimil í kennslu og starfsfólki er heimilt að fara á milli rýma.

  • Aðrir viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skólabyggingum.

  • Takmarka skal gestakomur í skólabyggingar. Gestir skulu gæta að minnst 2 metra nálægðartakmörkun jafnt milli sín sem og gagnvart starfsfólki og skulu nota andlitsgrímur.