Fimmtudaginn 28. september mættu fulltrúar Rafmenntar, fræðsluseturs rafiðnaðarins, og afhentu rafiðnnemum á 1. ári vandaðar vinnubuxur. Þetta er annað árið í röð sem Rafmennt gefur buxur en allir nemendur sem hefja nám í rafiðnum fá þessa gjöf og einnig kennarar. Það var töluverður hópur sem fékk buxur að þessu sinni en það voru nemendur í dagskóla og síðdegisskólanum og auk þess einn kennari sem hóf störf í haust. Það voru þau Þór Pálsson og Hafdís Reinaldsdóttir frá Rafmennt sem afhentu gjöfina. Við þökkum fyrir okkar fólk en gjöfin á eftir að nýtast vel í námi og starfi.
Á efstu myndinni eru nemendur í dagskóla ásamt gefendum og kennurum sínum og á næstu mynd eru nemendur í síðdegisskólanum. Á neðstu myndinni eru Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar, Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari, Kristján Ásmundsson skólameistari, Hafdís Reinaldsdóttir skrifstofustjóri Rafmenntar og Garðar Þór Garðarsson fagstjóri rafiðna.