Rafiðnnemar fá spjaldtölvur að gjöf

Allir nemendur sem hófu nám í rafiðndeild skólans þetta haustið fengu á dögunum spjaldtölvur að gjöf. Gjöfin er frá Samtökum rafverktaka og Rafiðnaðarsambandi Íslands.

Þessi gjöf er liður í átaki Samtaka rafverktaka (SART) og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ).  Þar fá allir nemendur í rafiðngreinum á landinu spjaldtölvur að gjöf.

Forsaga málsins er að í nokkur ár hefur verið starfrækt vefsíðan rafbók.is.  Þar er að finna margvíslegt námsefni fyrir rafiðnaðarnema. Þessi síða hefur verið endurgjaldslaus fyrir nemendur og þar með sparað þeim kostnað við bókakaup. Það er von gefenda að spjaldtölvurnar ýti enn frekar undir notkun á síðunni.  Nemendur hafi þannig enn betri aðgang og gagn af henni.

Vegna Covid þá gátu fulltrúar gefenda ekki mætt og afhent spjaldtölvurnar heldur sáu kennarar og stjórnendur skólans um afhendinguna.