Próftafla vorannar

Próftafla vorannar 2021
Próftafla vorannar 2021

Nú hefur próftafla vorannar verið birt og er aðgengileg frá heimasíðu skólans. Endilega athugið vel hvenær þið eigið að mæta í próf og einnig hvaða tímasetning er á prófinu. Nemendur skulu mæta í próf það tímanlega að þeim gefist tími til að finna rétta stofu áður en hringt er til prófs. Veikindi og önnur forföll skal tilkynna á skrifstofu skólans áður en próf hefjast eða eins fljótt og kostur er. Nauðsynlegt er að skila veikindavottorði á skrifstofuna við fyrsta tækifæri. Nemendur geta ekki tekið sjúkrapróf á sjúkraprófsdag nema hafa áður skilað vottorði.

Nemendur þurfa að hafa með sér skilríki, með mynd, í próf. Þegar komið er í prófstofu byrja nemendur á að fylla út viðverumiða og setja þá á borðið ásamt skilríkjum.Mikilvægt að gera þetta áður en byrjað er á prófinu. Yfirsetufólk safnar þessum miðum saman.

Nánar um próf og prófareglur.