Nýjar sóttvarnarreglur taka gildi á miðnætti

Frá og með miðnætti í kvöld verður staðnám í grunn-, framhalds- og háskólum um allt land óheimilt. Það þýðir að ekki verður hefðbundið skólahald á fimmtudag og föstudag. Kennarar munu senda nemendum frekari upplýsingar á INNU eða í tölvupósti um hvernig kennslu verður háttað næstu tvo daga. Vonandi fæst heimild til að taka upp staðnám að nýju að páskaleyfi loknu en skilaboð verða send um leið og málin skýrast.