Ný stokkatafla á haustönn

Ný stokkatafla tekur gildi í upphafi haustannar og því munu stundatöflur nemenda líta öðruvísi út en á síðustu önn. Helsta breytingin er að nú verður almenn kennsla frá kl. 8:15 til 15:55 þriðjudaga til fimmtudaga en kennslu lýkur kl. 14:55 á mánudögum og föstudögum. Búið er að bæta við einni kennslustund í lok dags en vegna fjölgunar nemenda undanfarin ár er ekki lengur hægt að koma öllum kennslustundum fyrir nema lengja skóladaginn. Önnur breyting er að matarhlé verður kl. 12:20 til 12:55 sem er seinna en áður. Með þessari breytingu verða færri kennslustundir eftir hádegi. Að lokum hefur fundartími sem var á miðvikudögum verið færður á fimmtudaga en tilgangurinn er m.a. að þessi tími nýtist betur fyrir uppákomur á vegum nemendafélagsins.