Nemendur í FS vinna góðs

Í tilefni af forvarnarviku gegn einelti sem var í FS þá unnu nemendur í textíl til góðs. Þeir saumuðu og seldu fjölnota taupoka til styrktar Fjölsmiðjunni hér á svæðinu. Þorvarður Guðmundson forstöðumaður hjá Fjölsmiðjunni ræddi við nemendur um starfsemina og markmið hennar, en Fjölsmiðjan gegnir mikilvægu hlutverki þegar þörf er á félagslegum úrræðum fyrir unglinga.