Námskeið í mannkostamenntun

Fjölbrautaskóli Suðurnesja hélt námskeið um mannkostamenntun fyrir starfsfólk skólans og hvernig væri hægt að nýta hana í hinum ýmsu námsgreinum sem kenndar eru við skólann. Það voru þær Íris Hrönn Kristinsdóttir og Sigríður Ingadóttir frá Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri sem sáu um námskeiðið. Fólk var ánægt með námskeiðið og fékk mörg verkfæri í hendurnar til að nýta í kennslu.

Í mannkostamenntun er lögð áhersla á að vinna með sjálfstæða hugsun og hvernig skynsemin getur hjálpað einstaklingum að öðlast þekkingu og visku sem nýtist þeim í lífinu. Mannkostamenntun er hægt að flétta inn í allar námsgreinar í gegnum formlegt og óformlegt nám.