Með FS út í heim!

Viltu koma með til Króatíu í viku næsta haust?

Fjölbrautaskóli Suðurnesja er að hefja samstarf við skóla sem kallast PSVPrelog og er staðsettur í Zagreb í Króatíu, sjá https://www.psvprelog.hr/.

Við byrjum á því að vera gestgjafar 3.-9. mars 2024 og förum svo í vikuferð til þeirra haustið 2024.

Þátttaka er nemendum að kostnaðarlausu en til þess að halda honum í lágmarki munu þeir gista á heimili nemanda. Nemendur sjá sjálfir um vasapening og kostnað við fæði á ferðalaginu til og frá áfangastað.

Við auglýsum eftir 8 áhugasömum nemendum til þess að taka þátt. Skilyrði fyrir þátttöku er að geta boðið nemanda gistingu þegar þau koma til okkar í mars.

Hverri ferð fylgir undirbúningur og er sú vinna metin til einnar einingar. Þema verkefnisins eru vísindi og tækni.

Þar sem verkefnið er í gangi næsta vetur geta einungis þeir nemendur sem verða nemendur við skólann næsta vetur sótt um.

Við óskum eftir umsóknum um þátttöku. Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt sendur okkur umsóknarbréf þar sem þú segir okkur lítillega frá þér og hvers vegna þú vilt taka þátt. Bréfið sendir þú síðan á harpa.einarsdottir@fss.is.

Skilafrestur er til 15. janúar 2024