Skipting milli hæða í hádegismat

Matartímanum verður skipt á milli hæða með eftirfarandi hætti til að koma í veg fyrir að allir séu á sama tíma í matsalnum. Vinsamlegast virðið þær fjöldatakmarkanir sem eru í gildi í skólanum. Leyfilegt er að borða í kennslustofum á milli kennslustunda og allar stofur standa nemendum opnar. Munið samt að umgengni lýsir innri manni og allt rusl á heima í viðeigandi ruslafötum eða flokkunartunnum.

  • Nemendur sem sækja kennslustund frá 11:15-13:10 á 3. hæð fara í mat kl. 11:15-11:50
  • Nemendur sem sækja kennslustund frá 11:15-13:10 á 2. hæð fara í mat kl. 11:55-12:30
  • Nemendur sem sækja kennslustund frá 11:15-13:10 á 1. hæð fara í mat kl. 12:35-13:10