Lárus Logi lagði blómsveig á Austurvelli

Nemandi okkar, Lárus Logi Elentínusson, tók þátt í hátíðarhöldum í tilefni þjóðhátíðardagsins á Austurvelli 17. júní. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lagði þar blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar en samkvæmt hefð eru það nýútskrifaðir nemar sem bera blómsveiginn. Lárus Logi fékk það hlutverk í ár ásamt Símoni Tómassyni, nýstúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Lárus Logi útskrifaðist af húsasmíðabraut nú í vor. Það er ánægjulegt að nemandi okkar hafi tekið þátt í þessari hátíðlegu athöfn og einnig að nýútskrifaður iðnnemi og nýstúdent hafi þar tekið höndum saman. Myndin með fréttinni er úr útsendingu RÚV og er Lárus Logi með vínrauða útskriftarhúfu iðnnema.