Landsliðsmaður og fyrrum FS-ingur í heimsókn

Daníel Leó Grétarsson landsliðsmaður í knattspyrnu heimsótti afreksíþróttabraut þann 25. janúar og ræddi við nemendur. Daníel Leó er atvinnumaður í Póllandi en lék áður í Noregi og á Englandi. Hann varð stúdent frá skólanum árið 2014 og var einmitt á afreksíþróttabrautinni. Daníel Leó ræddi við nemendur um atvinnumannaferilinn og reynslu sína frá FS. Hann talaði m.a. um hversu mikil forréttindi það væru að geta stundað sína íþróttagrein á skólatíma. Daníel ræddi einnig um muninn á því að mæta á afreksæfingar í FS og æfingar hjá félagsliði sínu. Hann nefndi að engin pressa er til staðar á afreksæfingum þar sem leikmaður er fyrst og fremst að hugsa um að bæta sig sem íþróttamaður og er ekki með áhyggjur af því hvort hann komist í liðið.

Við þökkum Daníel Leó fyrir heimsóknina og óskum honum góðs gengis í boltanum.