Læknar framtíðarinnar á Dimissio

Dimissio fór fram föstudaginn 2. maí en þá bjóða væntanlegir útskriftarnemendur upp á dagskrá á sal. Miðað við hana ætti framtíð heilbrigðiskerfins að vera björt en hópurinn mætti að þessu sinni í læknasloppum og með hlustunarpípur og sprautur á lofti. Hópurinn sprellaði aðeins í morgunsárið og samkvæmt venju var svo boðið upp á glæsilegan bröns í mötuneytinu. Síðan var komið að dagskrá á sal þar sem byrjað var á stórskemmtilegu myndbandi þar sem nemendur brugðu sér í gervi kennara og starfsmanna og gerðu létt grín. Hópurinn veitti síðan viðurkenningar fyrir vel unnin störf og reyndar ýmislegt fleira og þar komu mamma og pabbi skólans, áhrifavaldurinn, skvísan og fleiri við sögu. Þá er ekkert annað eftir en að klára önnina með stæl en útskrift verður föstudaginn 23. maí.

Í myndasafninu eru nokkrar myndir frá Dimissio vorannar.