Kosið um nafn á félagsrými

Nú fer fram kosning um nafn á nýju félagsrými nemenda. Nemendur geta tekið þátt í kosningunni með því að fara í Kannanir á forsíðu INNU. Dómnefnd hefur valið sex nöfn úr innsendum tillögum sem hægt er að kjósa um. Nöfnin sem hægt er að velja um eru Aðalstræti, Dyngjan, Glampi, Kjarninn, Miðgarður og Vera. Kosningin stendur yfir til kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 15. nóvember. Stefnt er að því að tilkynna nýtt nafn á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember.