Kennarafundur á Sikiley


Erasmus + samstarfsverkefnið National Prides in a European Context hefur nú runnið sitt skeið á enda, rúmlega ári seinna en til stóð.

Dagana 21.-23. júlí var vinnufundur kennara haldinn á Sikiley á Ítalíu og átti Fjölbrautaskóli Suðurnesja þar þrjá fulltrúa. Fundinn sóttu Harpa Kristín Einarsdóttir, Anna Karlsdóttir Taylor og Kristjana Hrönn Árnadóttir ásamt kennurum frá Ungverjalandi, Spáni, Lettlandi, Póllandi og Ítalíu. Síðasti fundur verkefnisins með nemendur var með rafrænu sniði í maí síðastliðinn en þá fræddust nemendur um UNESCO minjar og menningu í Ungverjalandi.

Til stóð að fara með nemendur til Ungverjalands í apríl 2020 og á kennarafund á Sikiley í maí 2020 en vegna heimsfaraldurs hefur verkefnið verið á bið og fékk það árs frest til að ljúka þessum síðustu verkefnum.

Nú er komið að lokum þessa árangursríka og skemmtilega samstarfs og erum við þakklát fyrir þau tengsl sem hafa myndast, dýrmæta reynslu, frábærar minningar og góða vináttu.