Íþróttanemendur á faraldsfæti

Nemendur á íþrótta- og lýðheilsubraut fóru í ferðalag til Reykjavíkur á dögunum ásamt Andrési Þórarni Eyjólfssyni íþróttakennara. Hópurinn heimsótti Íþróttamiðstöðina í Reykjavík og kynnti sér starfsemi UMFÍ og ÍSÍ. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi UMFÍ, og Þórarinn Alvar Þórarinsson, sérfræðingur á sviði fræðslu- og almenningsíþrótta hjá ÍSÍ fræddu nemendur um íþróttalífið í landinu og það sem er efst á baugi varðandi lýðheilsu. Nemendur fóru síðan á Morgunblaðið þar sem Víðir Sigurðsson, umsjónarmaður íþróttadeildar, fræddi hópinn um deildina og umfjöllun um íþróttir.

Nemendur í körfuboltaáfanga skelltu sér einnig á leik í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Þar sá hópurinn Keflavík sigra KR í efstu deild karla og skemmtu sér allir konunglega. Þess má geta að einn nemandi í hópnum, Grétar Snær Haraldsson, er í Keflavíkurliðinu en spilaði reyndar ekki þennan leik.