Hljóðneminn 2. febrúar

Þann 2. febrúar nk. kl. 20:00 ætlar Nemendafélag skólans að halda Hljóðnemann í fyrsta skipti í þrjú ár! Hljóðneminn er söngvakeppni FS-inga og mun sigurvegari keppninnar keppa fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna. Stefnt er að því að halda glæsilega keppni og öllu verður tjaldað til. Við hvetjum alla sem hafa áhuga til að skrá sig og keppa. Skráning fer fram gegnum Instagram-síðu NFS, nfsgram og lýkur skráningu þann 20. janúar.